*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Erlent 17. ágúst 2017 18:29

Hagnaður Walmart dregst saman

Þrátt fyrir aukna sölu dróst hagnaður Walmart saman um 23,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Ritstjórn
epa

Bandaríski smásölurisinn Walmart hagnaðist um 2,9 milljarða dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var fyrr í dag. Dróst hagnaður saman um 23,2% frá sama tímabili í fyrra. 

Þrátt fyrir að hagnaður hafi dregist saman jukust tekjur um 2,1% frá sama tímabili í fyrra og námu tæpum 122 milljörðum dollara. Þá jókst sala fyrirtækisins um 1,8% á tímabilinu.

Gengi hlutabréfa félagsins hafa lækkað um 1,9% frá því að uppgjörið birtist. Stendur gengi bréfanna í 79,5 dollurum á hlut og hefur hækkað um 15% það sem af er þessu ári.

Stikkorð: Smásala Walmart Hagnaður