Félag rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur, Yrsa Sigurðardóttir ehf., skilaði 16,9 milljóna króna hagnaði á síðasta ári borið saman við 32,3 milljónir árið áður.

Tilgangur félagsins er bókritun og útgáfa, erlendar fjárfestingar og tengd starfsemi. Höfundarlaun Yrsu lækkuðu úr 53,2 milljónum í 35,9 milljónir milli ára.

Rekstrarkostnaður félagsins nam 14,8 milljónum. Greiddur var út 25 milljóna króna arður á árinu. Eignir félagsins námu 34,4 milljónum og var eigið fé 30,2 milljónir.

Lesa má um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .