Hagnaður Síldar og fisks ehf. í fyrra nam 61,3 milljónum króna, en árið 2014 var hagnaður félagsins 130,6 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam í fyrra 119,4 milljónum króna, en var 194 milljónir króna árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt lækkaði úr 163,1 milljón króna í 76,3 milljónir á milli ára.

Eignir félagsins námu 922,8 milljónum króna um síðustu áramót og skuldir námu 425,7 milljónum. Eru þær nær alfarið skammtímaskuldir. Eigið fé félagsins nam 497,1 milljón króna í árslok 2015. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um greiðslu arðs til hluthafa.

Veltufé frá rekstri var í fyrra 107,8 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 104,8 milljónum.