Verð á skuldabréfum Venesúvela hafa hækkað umtalsvert í verð síðastliðnar vikur samhliða vaxandi vonum um að leiðtoga stjórnarandstöðunnar Juan Guaidó takist að kollvarpa stjórninni í eitt skipti fyrir öll. Financial Times greinir frá þessu en skv. blaðinu hafa margir af helstu lánadrottnum þjóðarinnar, eins og BlackRock og Goldman Sachs, hafi hagnast myndarlega á vonum manna um stjórnarskipti.

Venesúela hefur ekki greitt af skuldum sínum frá því í nóvember 2017 og hafa því handhafar skuldabréfa þjóðarinnar verið í nokkurskonar limbói síðan þá. Verð á ríkisskuldum Venesúela hefur hækkað úr 23 cent á dollarann upp í 33 cent og sömuleiðis hefur verð á skuldabréfum í ríkisolíufélaginu PDVSA hækkað úr 14 cent upp í 24 cent.

Financial Times segir að þó hagnaður BlackRock og Goldman sé vissulega mikill beri að skoða hann í ljósi gríðarlegs taps sem eigendur skuldanna hafi tekið á sig. Langflestir hafi keypt skuldirnar á mun hærra verði t.d. hafi Goldaman verið gagnrýndur harðlega þegar bankinn festi kaup á skuldabréfum PDVSA árið 2017. Vildu margir meina að bankinn hefði mátt að sjá fyrir að bandarískir fjárfestingabankar yrðu ekki vera ofarlega á forgangslista þáverandi forseti landsins, Hugo Chávez.