Samkvæmt ársreikningi Vinstri grænna, hagnaðist flokkurinn um tæplega 22,9 milljónir króna árið 2015. Hagnaður flokksins nam 18,4 milljónum árið 2014.

Tekjur stjórnmálaflokksins námu alls 54,4 milljónum árið 2015, en tekjurnar hafa nánast haldist óbreyttar milli ára. Ríkisframlög til flokksins námu 40,2 milljónum, á sama tíma og framlög sveitarfélaganna námu 3,5 milljónum.

Ekkert fyrirtæki styrti flokkinn, en famlög einstaklinga í formi styrkja og félagsgjalda námu alls 8,9 milljónum. Framlög einstaklinga voru aftur á móti 10,7 milljónir árið 2014.

Rekstrargjöld flokksins hafa dregist saman milli ára. Árið 2014 námu þau 48,8 milljónum, en þau námu 30,8 milljónum árið 2015.

Vinstri grænir eiga samkvæmt efnahagsreikningi félagsins eignir upp á 22,6 milljónir. Eignastaða félagsins hefur þar með tvöfaldast milli ára en þær námu 11,2 milljónum árið 2014.

Skuldastaðan hefur einnig batnað, en hún nam rúmum 16 milljónum árið 2014, en stendur nú í 7,2 milljónum.

Katrín Jakobsdóttir styrkti flokkinn sinn um 242 þúsund krónur og Steingrímur J. Sigfússon styrki flokkinn um 300 þúsund krónur.