Hagnaður Klakka ehf., sem á meðal annars Lýsingu, hagnaðist um 3.391 milljónir króna árið 2016, samanborið við 3.357 milljón króna hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu 3.446 milljónum króna á síðasta ári og rekstrarkostnaður 144 milljónum króna.

Heildareignir Klakka ehf. námu 32,3 milljörðum króna í árslok 2016 samanborið við ríflega 40,5 milljarða í lok ársins 2015. Eigið fé félagsins var 14 milljarðar í árslok 2016 samanborið við 18,2 milljarða árið áður og námu skuldir félagsins 18,2 milljörðum í lok ársins 2016 og lækkuðu þær um 4 milljarða milli ára.

Klakki er eignarhaldsfélag í eigu íslenskra fjármálastofnana og lífeyrissjóða. Helstu eignir félagsins eru Lýsing ehf. og aðrar smærri eignir. Magnús Scheving Thorsteinsson er forstjóri Klakka ehf. Stærsti hluthafi í Klakka er BLM Fjárfestingar, sem er dótturfélag Burlington Loan Management. Klakki hét áður Exista.