Innheimtufyrirtækið Inkasso ehf. hagnaðist um tæplega 773 þúsund krónur á síðasta ári borið saman við 3,8 milljón króna hagnað árið áður. Rekstrarhagnaður dróst saman úr 14,4 milljónum í 8,8 milljónir, en launakostnaður fyrirtækisins jókst um rúmlega 63% milli ára.

Efnahagsreikningur fyrirtækisins nær tvöfaldaðist að stærð árið 2016 og námu eignir þess 208,6 milljónum í árslok. Eigið fé nam 67,4 milljónum en var neikvætt um tæplega 23 milljónir árið áður. Handbært fé lækkaði um 4,8 milljónir á árinu. Stjórnin leggur til að ekki verði greiddur út arður vegna rekstrarársins 2016. Framkvæmdastjóri Inkasso er Georg Gísli Andersen.