Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs í stýringu hjá Gamma, hagnaðist um 1.132 milljónir króna á síðasta ári. Langstærstur hluti hagnaðarins kom til vegna matsbreytingar fjáfestingareigna, en hreinar leigutekjur námu 78 milljónum.

Í árslok 2016 voru fasteignir félagsins metnar á 29,8 milljarða króna. Í mars síðastliðnum samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup félagsins á BK eignum ehf. og bættust þá í safnið fasteignir að verðmæti 8,6 milljarða króna. Eftir kaupin á Almenna leigufélagið 1.231 íbúðir sem metnar eru á samtals 38,4 milljarða.