Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs eins og áður hefur komið fram. Þetta hafði þau áhrif að skekkja var á útreikningum á lánum og tölur Hagstofunnar gáfu jafnframt ranga mynd af efnahagsmálum.

Í viðtali við Reykjavík síðdegis segir Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, sem er yfir vísitöludeild Hagstofunnar, að Hagstofan harmi þessi mistök sem urðu og horfi til þess hvernig slík villa gat komið upp.

Þó veit Heiðrún Erika ekki hvernig villan var til komin eða nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Jafnframt kom fram að Heiðrún Erika sagðist lítið geta tjáð sig um nákvæmlega hvaða afleiðingar þetta mundi hafa í för með sér.