Tælenska hagkerfið óx um 1,3% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Varhagvöxtur á tímabilinu 0,3 prósentustigum hærri en könnun Bloomberg meðal greiningaraðila hafði gert ráð fyrir. Á síðustu 12 mánuðum hefur tælenska hagkerfið vaxið um 3,7%. Hagvöxtur hefur ekki mælst hærri á 12 mánaða tímabilinu í landinu í yfir 4 ár.

Samkvæmt frétt Bloomberg var hagvöxtur drifinn áfram af auknum umsvifum í landbúnaði og ferðamannaiðnaði. Vöxtur í landbúnaði nam 15,8% á síðustu tólf mánuðum samanborið við 5,7% á fyrsta ársfjórðungi. Þá nam vöxtur í hótel- og veitingageira landsins 7,5% auk þess sem vöxtur í fólksflutningum nam 8,6%.