Havöxtur í Bandaríkjunum varð meiri á öðrum ársfjórðungi en væntingar gerðu ráð fyrir samkvæmt gögnum sem sýna útreikninga á vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Financial Times .

Sýna tölurnar jafnframt fram á að mælikvarði bandaríska Seðlabankans á verðbólgu hækkaði í takt við væntingar markaðsaðila, því er líklegt að seðlabankinn hækki vexti á stefnufundinum sem fram fer í næsta mánuði.

Verg landsframleiðsla jókst um í landinu jókst um 4,2% milli ára á öðrum árs fjórðungi þessa árs og er það um 0,1% meira en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Þessi vöxtur er sá mesti frá árinu 2014.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að umræddur viðsnúningur væri „sögulega mikilvægur.“ Sagði hann jafnframt að vöxtur hagkerfisins væri afar sjálfbær.

Hagfræðingar hafa varað við því að óvíst sé að þessi öri vöxtur verði leikinn eftir á næstu mánuðum. Einkaneysla á ársfjórðungnum jókst um 1,9% en einkaneysla er helsti nælikvarði seðlabankans á verðbólgu. Var vöxtur einkaneyslu í samræmi við væntingar.