Þeir sem hæstar hafa tekjurnar hér á landi myndi fá hlutfallslega mest afskrifað af íbúðalánum ef áhrif verðbólguskotsins eftir efnahagshrunið yrðu látin ganga til baka með afskriftum lána án nokkurra takmarkana á fjárhæðir afskrifta. Morgunblaðið segir í dag að í lok árs 2012 voru 10% heimila sem eru skuldsettust hafi átt um 38% íbúðaskulda. Þá skulduðu 20% heimila sem eru með hæstu tekjurnar nær helming allra íbúðaskulda.

Morgunblaðið segir að þetta megi ráð af þeim tölum Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands yfir dreifingu íbúðaskulda eftir svonefndum skuldatí undum þar sem skuldlausum er sleppt.

Í blaðinu segir að á þeim 10% heimila landsins sem skulda mest eru launin að meðaltali 960 þúsund krónur á mánuði. Þau tíu prósent heimila þar sem tekjurnar eru hæstar voru þær að meðaltali 1.570 þúsund að meðaltali á mánuði.

Upplýsingar Seðlabankans eru svipaðar þeim sem birtar voru í ritinu Fjármálastöðugleiki um þann hóp sem skuldaði mest árið 2011. VB Sjónvarp ræddi við Sigríði Benediktsdóttur , framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs, um málið.