Danska fjárfestingafélagið William Dement Invest bætti í dag við sig 7.236.000 hlutum í íslenska stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Kaupverðið nam 30 dönskum krónum á hlut og kostaði aukningin félagið því sem nemur 3,64 milljörðum íslenskra króna. Þetta fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

William Dement sem er stærsti eigandi Össurar er í eigu dönsku Oticon-stofnunarinnar á nú 47,6% hlut í Össuri og hefur aukið hlut sinn um 5,5% frá áramótum. Á dögunum var greint frá því að danska félagið hafi keypt hlut í Össuri fyrir um 1,45 milljarða króna. Þess má geta að Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar er varastjórnarformaður William Demant.

Danski lífeyrissjóðurinn ATP, sem átti um 6,2% hlut í lok síðasta árs er næst stærsti hluthafinn í Össur á eftir danska fjárfestingarfélaginu, en einnig eiga Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi-lífeyrissjóður um sex prósenta hlut.