Verg landsframleiðsla jókst einungis um 0,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hjól efnahagsins hafa því ekki snúist jafn hægt í byrjun árs síðan árið 2014.

Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þó ráð fyrir því að vöxturinn verði meiri þegar fram í sækir og því var tekin ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum á bilinu 0,75% til 1%.

Stýrivextir vestanhafs hafa einungis verið hækkaðir þrisvar á síðustu tíu árum, en síðasta hækkun átti sér stað í mars á þessu ári.

Flestir greiningaraðilar gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum, en sérfræðingar telja að bankinn muni hækka stýrivextina í júní á þessu ári.