*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 27. apríl 2012 18:17

Haldlagningu á fé Arons og Karls aflétt af héraðsdómi

Sérstakur saksóknari ætlar að kæra úrskurð héraðsdóms, en samkvæmt honum hafa feðgarnir nú aftur aðgang að 100 milljónum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Héraðsdómur féllst í dag á kröfu feðganna Arons Karlssonar og Karls Steingrímssonar, sem oft er kenndur við Pelsinn, að aflétt verði haldlagningu lögreglu á 100 milljónum króna, sem liggja inni á bankareikningi. Var greint frá þessu í frétt Ríkisútvarpsins. Sérstakur saksóknari hefur höfðað mál á hendur Aroni og er honum gefið að sök að hafa hlunnfarið lánadrottna sína þegar hann seldi fasteign við Skúlagötu til kínverska sendiráðsins.

Hið meinta brot Arons felst í því að hafa selt fasteignina til þriðja aðila fyrir 575 milljónir króna með samþykki lánadrottna, sem seldi svo kínverska sendiráðinu húsið fyrir um 870 milljónir. Bankarnir, sem áttu veð í fasteigninni, telja að með þessum gjörningi hafi þeir verið hlunnfarnir um allt að 300 milljónir króna. Héraðsdómur taldi hins vegar að rannsókn málsins hefði dregist svo mjög að ekki væri annað hægt en að fallast á kröfu feðganna. Sérstakur saksóknari mun kæra úrskurð Héraðsdóms.