*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 2. júní 2016 17:05

Halla bætir við sig fylgi

Guðni Th. Jóhannesson missir um 10 prósentustig frá síðustu könnun en Halla Tómasdóttir bætir við sig 5 prósentustigum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Guðni Th. Jóhannesson er með 56,6% fylgi og lækkar fylgi Guðna um 10 prósentustig frá fyrri könnun MMR, en ný könnun var birt í dag. Þá er Davíð Oddsson í öðru sæti með 20,1% fylgi og bætir við sig 2 prósentustigum frá síðustu könnun.  

Andri Snær Magnason mælist þá með 10,9% fylgi en fylgi hans helst óbreytt frá fyrri könnunum MMR. Þá er Halla Tómasdóttir með 6,9% fylgi og jókst fylgi hennar umtalsvert, eða um heil 5 prósentustig, frá fyrri könnun MMR.

Þegar spurt var hvern svarendur myndu líklegast kjósa ef þeirra fyrsta val væri ekki í framboði kom í ljós að Guðni Th. Jóhannesson var oftast nefndur en Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir komu þar á eftir.