Halldór Bjarkar Lúðvígsson hefur hafið störf hjá Valitor. Þar leiðir hann Direct Merchant Services, sem er dótturfyrirtæki Valitors erlendis. Halldór Bjarkar hefur meðal annars setið í stjórn Valitor í nokkurn tíma.

Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs Arion banka. Halldór starfaði á árunum 2005 til 2008 á útlánasviði Kaupings. Eftir hrun tók hann svo við framkvæmdastjórn fyrirtækjaþjónustu Arion banka, en svo hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion síðan 2011. Ráðning hans til Valitor var tilkynnt í september.

„Ég hef verið viðloðandi við Valitor í langan tíma. Ég er yfir Direct Merchant Services sem er dótturfyrirtæki Valtitors erlendis. Valitor er í færsluhirðingu og útgáfustarfsemi og hefur síðustu árin verið að koma sér fyrir utan Íslands og þessi dótturfyrirtæki í Bretlandi og Danmörku eru í sömu starfsemi, þ.e. í færsluhirðingu á breska og norska markaðinum,“ segir Halldór Bjarkar í viðtali við Viðskiptablaðið.

Halldór Bjarkar segist gífurlega spenntur yfir nýja starfinu og segir að „þessi payments markaður er í mikilli þróun og þetta er mjög dýnamískur og spennandi markaður. Það eru mikil tækifæri sem Valitor hefur.“