Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru í marsmánuði fluttar út vörur fyrir 44,2 milljarða króna. Á sama tíma voru fluttar inn vörur fyrir 65,2 milljarða króna fob (68,8 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 21 milljarð króna. Í mars 2015 voru vöruviðskiptin hinsvegar hagstæð um 8,2 milljarða króna á gengi hvors árs.

Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 132,6 milljarða króna en inn fyrir rúma 157,4 milljarða króna fob (167,3 milljarða króna cif).

Tölurnar sýn að halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 24,9 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin hinsvegar hagstæð um 5,6 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 30,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Verðmæti vöruútflutnings lækkar um 19,5%

Tölur Hagstofunar sína að á fyrsta ársfjórðungi ársins var verðmæti vöruútflutnings 32,1 milljarði eða 19,5% lægra en á sama tíma árið áður.

Iðnaðarvörur voru 49,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 28,4% lægra en á sama tíma árið áður. Kemur það aðallega til vegna lækkunar á álverði. Sjávarafurðir voru 43,7% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 11,3% lægra en á sama tíma árið áður.

Verðmæti vöruinnflutnings lækkar 1%

Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 var verðmæti vöruinnflutnings 1,6 milljörðum eða 1,0% lægra  en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum saman ásamt eldsneyti en á móti jókst innflutningur á fjárfestingavörum og flutningatækjum.