*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 4. nóvember 2013 13:25

Hamleys opnar nýja verslun

Ný verslun opnuð í Intu verslunarmiðstöðinni í Manchester.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Breska leikfangaverslunin Hamleys, sem var eitt sinn í eigu Baugs og síðar gamla Landsbankans, LBI, hefur opnað nýja verslun í Manchester. 

Verslunin tók á leigu tæplega sex þúsund fermetra verslun í Intu verslunarmiðstöðinni. Fyrsti hluti verslunarinnar opnar 28. nóvember, en í þeim hluta var einu sinni JJB verslun til húsa. Verslunin mun svo stækka aftur í janúar.  

„Við höfum verið að leit að heppilegri staðsetningu fyrir næstu verslun og töldum víst að Intu Trafford verslunarmiðstöðin yrði heppileg,“ segir Guðjón Reynisson, forstjóri Hamleys, í samtali við The Retail Bulletin.

Hamleys rekur 36 verslanir í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asíu. Níu þeirra eru í Bretlandi. 

Stikkorð: Hamleys