*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 14. mars 2018 10:25

Hampiðjan hættir við 10 milljarða kaup

Viðræðum um kaup á norska fyrirtækinu Mørenot hefur verið hætt en Hampiðjan hefur keypt félög í Kanada og Færeyjum.

Ritstjórn
Hjörtur Erlendsson er forstjóri Hampiðjunnar
Haraldur Guðjónsson

Hampiðjan hefur ákveðið að hætta viðræðum um kaup á norska fyrirtækinu Mørenot sem er þjónustuveitandi í sjávarútvegi, fiskeldi og olíuiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu í kauphöllinni, en Hampiðjan er skráð þar á First North markaðinn.

Eins og Fiskifréttir sögðu frá í lok síðasta árs var Hampiðjan talin líkleg til að verða fyrir valinu, en fyrirtækið var eitt tveggja til þriggja fyrirtækja sem komin voru á lokastig í söluferli fyrirtækisins.

Kaupverð Mørenot er talið um 800 milljónir norskra króna, sem samsvarar um 10 milljörðum íslenskra króna en fyrirtækið er samkeppnisaðili Hampiðjunnar á ýmsum sviðum, og framleiðir auk veiðarfæra ýmsar aðrar vörur tengdar útgerð og sjómennsku.

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá hefur Hampiðjan keypt upp nokkur fyrirtæki í sama geira. Má þar nefna þrjú netaverkstæði í Kanada fyrir 110 milljónir sem var hluti af NAMSS. Einnig keypti félagið P/f Von í Færeyjum sem er móðurfélag þriggja annarra félaga sem starfa við fiskeldi og þróun á veiðarfærum og fiskeldisbúnaði.

Á vef Fiskifrétta má sjá viðtal við Hjört Erlendsson forstjóra Hampiðjunnar um kaupin og sókn félagsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim