Íslenska fyrirtækið Hampiðjan hefur nú keypt ráðandi hlut í færeyska fyrirtækinu P/f Von. Hluturinn sem Hampiðjan keypti er 73,38%, en auk þess hefur félagið gert tilboð í 21% hlut til viðbótar.

Seljandi fyrirtækisins er Sp/f Kerið, fyrirtæki staðsett í Klaksvík í Færeyjum. Von er móðurfélag þriggja annarra félaga, þeirra P/f Vónin í Færeyjum, Vonin Refa A/S í Noregi og UAB Vonin Lithuania. Fyrirtækin starfa öll við fiskeldi og þróun á veiðarfærum og fiskeldisbúnaði og rekur starfsstöðvar víða um heim - meðal annars í Grænlandi, Kanada og Danmörku.

Samstæðan velti 59,3 milljónum evra á síðasta ári. Það eru um 8,6 milljarðar króna. Hagnaður samstæðunnar var þá um 454 milljónir króna að öllum kostnaðarliðum frádregnum. Velta Hampiðjusamstæðunnar var einnig um 59 milljónir evra á síðasta ári, sem þýðir að með kaupunum tvöfaldast velta samstæðunnar. Eftir kaupin verður Hampiðjan með starfsemi í heilum 12 löndum.