Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, mun snúa aftur til þingstarfa þann 27. apríl næstkomandi. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu.

Hanna Birna sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember síðastliðnum þegar Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka trúnaðargögnum til fjölmiðla. Tók hún sér frí frá þingstörfum í kjölfarið.