Samkvæmt sérfræðingum í umhverfisrétti þá mun Volkswagen líklega þurfa að játa refsiverð brot ef félagið vill semja um greiðslu bóta við bandarísk stjórnvöld. Hingað til hefur það ekki verið venjan þegar upp kemst um galla í bifreið, jafnvel þegar dauðsfall er rakið til gallans.

General Motors þurftu ekki að játa brot sitt þegar kveikibúnaður bifreiðarinnar  var gallaður og að minnsta kosti 124 dauðföll voru rakin til galls. Sömu sögu er að segja þegar galli í bensíngjöf á Toyota bifreiðum olli að minnsta kosti fjórum dauðsföllum, félagið þurfti ekki að játa á sig brot eða refsivert athæfi til að geta samið um bætur.

Fréttastofan Bloomberg greinir frá því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sé líklega tilbúið að ganga lengra gegn Volkswagen til að krefja fyrirtækið um að játa á sig brot. Bandarísk yfirvöld hafa átt í erfileikum með að hafa stjórn á bílaiðnaðnum og en það er ljóst að yfirvöld telja brotið vera alvarlega og ætla að ganga hart fram í málinu.