sunnudagur, 14. febrúar 2016
Innlent 3. ágúst 2012 14:11

Harpa tapar 407 milljónum á þessu ári

Fimm ára rekstraráætlun og eigendastefna verða kynntar í haust.

Ritstjórn
Tónlistarhúsið Harpan
Haraldur Guðjónsson

407 milljóna króna tap verður á rekstri Hörpu á þessu ári miðað við óbreyttar forsendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu um niðurstöðu á úttekt á rekstri hússins. Helstu ástæður fyrir rekstrartapinu eru þær að áætlanir sem lágu fyrir þegar ákveðið var að halda áfram byggingu hússins hafa ekki gengið eftir. Fasteignagjöld verða hærri en áætlað var, rekstur hússins er dýrari en gert var ráð fyrir, tekjur af ráðstefnum skila sér hægar en áætlað var sem og tekjur af veitingasölu og bílastæðahúsi.

Ákveðið hefur verið að Harpa verði rekin í einu félagi en eigendastefna og rekstraráætlun til fimm ára verða kynntar í haust. Hingað til hefur Harpa verið rekin í átta sérstökum einkahlutafélögum.

Stikkorð: Harpa
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.