Harvard-háskóli fékk samtals 1,2 milljarða í gjöf á árinu 2016 sem er nýtt met. Það jafngildir 137 milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi dagsins í dag. Þessi ríkasti háskóli heims tapaði þó 2 milljörðum dollara vegna fjárfestinga og eyðslu á árinu. Bloomberg gerir grein fyrir þessu.

Háskólinn safnaði mestu fé af öllum háskólum í Bandaríkjunum, en í heildina söfnuðust 41 milljarður frá fyrrum nemendum háskóla í Basndaríkjunum árið 2016. Stanford fékk næstmest frá fyrrum nemendum. Í heildina var 2% aukning á fjárgjöfum til háskóla í Bandaríkjunum á árinu.

University of Southern California fékk þriðja mest í gjöf, eða 667 milljónir dollara og á eftir honum kom John Hopkins með 657 milljónir dollara.