*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 6. mars 2018 10:11

Háskólanemar bjóða framtalsaðstoð

Pólskur túlkur verður til staðar þegar laganemar í HR í samstarfi við KPMG aðstoða fólk við skattframtal endurgjaldslaust.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Félag laganema við HR, Lögrétta, hefur ákveðið í aðdraganda þess að frestur til að skila skattframtali verður 13. mars næstkomandi, að bjóða ókeypis aðstoð við skattframtalsskil á laugardag. Aðstoðin verður veitt í samstarfi við KPMG en hún fer fram við aðalinngang skólans laugardaginn 10. mars næstkomandi frá klukkan 11 til 15. 

Auglýsing félagsins sem send var á fjölmiðla var hvort tveggja á íslensku og pólsku, og þar var sérstaklega tekið fram að pólskur túlkur verði á svæðinu. Nú þegar er hægt að skila skattframtölum á þar til gerðri heimasíðu Ríkisskattstjóra, en þar er jafnframt hægt að sækja um framlengdan frest.