Háskóli Íslands heldur sæti sínu á lista Times Higher Education World University Rankings, sem er listi yfir bestu háskóla heims. Skólinn er nú í sæti 201-250 á lista Times Higher Education en nákvæmari röðun liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Skólinn var á svipuðum slóðum í fyrra en við nánari samanburð við aðra háskóla kom í ljós að Háskólinn var í 222. sæti á heimslistanum. Þá var hann í 13. sæti á lista bestu háskóla í Norðurlöndum.

„Times Higher Education hefur í yfir áratug birt lista yfir bestu háskóla heims og telst hann með þeim allra virtustu. Ítarlegt mat fer fram á frammistöðu háskóla þar sem m.a. er horft til rannsóknarstarfs, áhrifa rannsókna á alþjóðlegum vettvangi, gæða kennslu, námsumhverfis og alþjóðlegra tengsla. Líkt og fyrri ár vega gæði rannsókna og vísindaleg áhrif þeirra, sem metin eru í fjölda tilvitnana, þyngst um stöðu Háskólans á listanum“ segir í tilkynningu frá HÍ.

Haft er eftir rektor Háskóla Íslands, Jón Atla Benediktssyni, að stöðu Háskólans á listanum sé til marks um glæsilegt vísindastarf skólans þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu.

Þetta árið var Oxford-háskóli efstur á lista Times Higher Education