*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 13. júní 2018 17:04

HB Grandi fær 24 milljarða lán

Lánsfjármögnunin verður nýtt til að fjármagna nýjan togara ásamt því að endurfjármagna eldri langtímaskuldir.

Ritstjórn
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Haraldur Guðjónsson

HB Grandi hefur gengið frá lánsfjármögnun við Arion banka, Íslandsbanka og norska bankann DNB Bank ASA um fjármögnun á nýjum væntanlegum togara félagsins. Lánsfjármögnunin felur einnig í sér endurfjármögnun á öllum eldri langtímaskuldum félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Fjármögnunin nemur alls tæpum 24 milljörðum íslenskra króna og er til fimm ára með tuttugu ára afborgunarferli.

Lánssamningurinn ber breytilega vexti og eru núgildandi meðalvextir 1,95%.

Að sögn félagsins verður hluta lánsins verða varið til endurfjármögnunar skammtímaskulda vegna áfallinna greiðslna í tengslum við smíði togarans.