Á fundi trúnaðarmanna HB Granda og forsvarsmanna HB Granda á Akranesi, sem haldinn var í dag, um áform félagsins að loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi kom fram fullur vilji hjá forsvarsmönnum HB Granda um að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness.

Í gær sendi bæjarstjórnin frá sér yfirlýsingu og lýsti yfir eindregnum vilja til að ganga frá samkomulagi við HB Granda og Faxaflóahafnir um gerð landfyllingar og nauðsynlegar umbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn.

Einnig segir í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar að reynt verði að ljúka viðræðunum sem fyrst, og ef ekki náist jákvæð niðurstaða, þá verður að öllu óbreyttu botnfiskvinnslu HB Granda hætt þann 1. september 2017.