*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 16. maí 2019 17:04

Sýn lækkar eftir uppgjör

Tæplega milljarðs velta var með bréf Arion banka í Kauphöllinni í dag

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI8, hækkaði um 0,2% í viðskiptum dagsins í rúmlega 3,1 milljarða veltu.

Mesta hækkun dagsins var á bréfum HB Granda sem hækkuðu um 4,17% í 161 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf TM um 2,13% í 407 milljóna króna viðskiptum. 

Bréf Sýnar lækkuðu um 2,03% í 80 milljóna króna viðskiptum en félagið birti í gær uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Þá lækkuðu bréf Símans um 0,68% í 124 milljóna viðskiptum. 

Mest velta var með bréf Arion Banka sem hækkuðu um 0,68% í 979 milljóna króna viðskiptum. Greint var frá því í dag að Stefán Péturson, starfandi bankastjóri Arion hefði keypt bréf í bankanum fyrir um fimm milljónir króna. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim