Hlutabréf í HB Granda hækkaði um 5,20% í tæplega 129 milljóna króna viðskiptum í dag. Aðrar hækkanir voru talsvert minni en TM hækkaði um 0,95%, N1 hækkaði um 0,94%, Eimskip hækkaði um 0,72%, Hagar um 0,69% Icelandair um 0,61%, VÍS um 0,51%, Eik um 0,22% og Reitir um 0,12%.

Hlutabréf í Össuri lækkuðu um 3,41% en í einungis 750.000 króna viðskiptum. Reginn lækkaði um 0,43%, Síminn um 0,31%, Nýherji um 0,29% og Marel um 0,10%.

Alls hækkaði úrvalsvísitalan um 0,63% og er hún nú 1.838,90 en viðskipti með hlutabréf námu 749,8 milljónum króna. Viðskipti með skuldabréf námu 4,3 milljörðum króna og lækkaði skuldabréfavísitalan um 0,19%.