Hlutabréf TM hækkuðu mest í dag og bréf HB Granda lækkuðu mest á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Heildarvelta á markaði nam 8,86 milljörðum króna í dag, þar af nam velta með hlutabréf 1,2 milljörðum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,56% í dag og var lokagildi hennar 1,533.35 stig. Hún hefur hækkað um 16,97% frá áramótum.

TM hækkaði mest í dag eða um 1,2% í 168 þúsund króna viðskiptum, Vís hækkaði um 1,07% í 102,4 milljón króna viðskiptum, Eik hækkaði um 0,87%, Hagar um 0,83% Reginn um 0,16% og Reitir um 0,15%.

HB Grandi lækkaði mest í dag, eða um 3,16% í 161 milljón króna viðskiptum, Marel lækkaði um 1,98% í 256 milljón króna viðskiptum og N1 lækkaði um 0,48%.