Fjárfestar virðast taka illa í uppgjör HB Granda fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaðar í gær. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun hagnaðist fyrirtækið um jafnvirði 1,27 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs, en það er um helmingi minni hagnaður en á sama tíma í fyrra.

Þá voru tekjur HB Granda 18% minni en á sama tíma í fyrra. Birgðir fyrirtækisins jukust frá fyrri árshelmingi.

HB Grandi hefur lækkað um 5,88% nú um tíuleytið í 158 milljón króna veltu. Önnur félög á Aðallista Kauphallarinnar hafa ekki breyst í verði frá opnun markaðar.