Aflamark skipa HB Granda á nýhöfnu fiskveiðiári er samtals um 38.220 tonn ef miðað er við þorskígildi en um 48.500 tonn ef miðað er við úthlutun í einstökum tegundum. Þetta samsvarar um 10,3% af heildarkvótanum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til kauphallarinnar.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr úthlutun Fiskistofu á aflaheimildum fyrir fiskveiðiárið 2016/17 en vert er að taka fram að umrædd úthlutun tekur aðeins til botnfisks og íslenskrar sumargotssíldar sem úthlutað er innan fiskveiðiársins. Kvótum í deilistofnum, s.s. norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna, loðnu og úthafskarfa er úthlutað sérstaklega og hið sama á við um veiðiheimildir á þorski í Barentshafi.

Aflaheimildir HB Granda í þorski aukast milli fiskveiðiára um 1.231 tonn, og verða á komandi fiskveiðiári 10.674 tonn. Í tonnum talið eru mestar aflaheimildir fyrirtækisins hins vegarí Gullkarfa, eða 12.630 tonn, en þar hafa þær minnkað um 818 tonn á milli ára. Þriðja mesta úthlutunin er í Ufsa, eða 7.939 tonn.