Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland lækkaði um 0,39% í 1,5 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.719,01 stigum.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,16% í 4,5 milljarða viðskiptum og náði hún 1.267,55 stigum við lok viðskiptadags.

Þrjú félög hækkuðu í verði

Einu bréfin sem hækkuðu í verði í viðskiptum dagsins voru bréf í TM, um 0,15%, Reitir um 0,73% og loks HB Grandi um 1,27% í mjög litlum viðskiptum.

Viðskiptin með bréf Reita námu 104 milljónum króna og fæst nú hvert bréf félagsins á 96,50 krónur. Viðskiptin með bréf TM námu 99 milljónum króna og stendur gengi bréfanna nú í 33,15 krónum.

Icelandair og Marel lækkuðu mest

Bréf Icelandair lækkuðu mest í kauphöllinni í dag eða um 1,70% í 82 milljón króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagsins nú á 13,91 krónur.

Bréf Marel lækkuðu næstmest, en jafnframt voru mest viðskipti með bréf félagsins, eða fyrir 282 milljónir króna. Nam lækkunin 0,62% og fæst nú hvert bréf félagsins á 323,00 krónur.

Engin breyting var á verði bréfa Eimskipa, Símans, Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, Nýherja, Sjóvá-Almennra og Skeljungs.