Í greinargerð Seðlabankans um áhrif uppgjöra föllnu bankanna á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika, sem kom út á miðvikudaginn, er fjallað ítarlega um áhrif uppgjöranna á þjóðarbúið.

Upphaflegar tillögur kröfuhafa Glitnis um stöðugleikaskilyrði kváðu á um að Íslandsbanki myndi greiða arð til Glitnis og ríkisins. Í greinargerð Seðlabankans um áhrif uppgjöranna á þjóðarbúið segir að við meðferð undanþágubeiðni Glitnis hafi komið í ljós að Íslandsbanki gæti ekki greitt arðinn úr bankanum, samtals 38 milljarða í krónum og 16 milljarða í erlendum gjaldeyri, án þess að brjóta lausafjárreglur Seðlabankans.

Í kjölfarið hafi verið gert ráð fyrir að gefið yrði út skuldabréf og víkjandi lán sem hefði haft nokkur neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Í nýju tillögunum er fallið frá umræddum arðgreiðslunum. Aftur á móti verður Glitni leyft að skipta meiri krónueignum í erlendan gjaldeyri en samkvæmt fyrri tillögum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .