*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 29. nóvember 2016 17:07

Hefði skilað meiri verðlækkun

Meðan gengi krónunnar styrktist um 12% og tollar lækkuðu hækkaði launavísitalan um 10,4% sem vóg upp á móti verðlækkuninni.

Ritstjórn
Verðþróun á Íslandi er undir áhrifum frá hækkandi launum
Haraldur Guðjónsson

Hækkun innlendra kostnaðarliða nemur 3,62% samkvæmt nýjum útreikningum frá Samtökum verslunar og þjónustu á verðþróun hérlendis.

Segja þeir að þar beri hæst miklar launahækkanir sem skýri að miklu af hverju verðlag hafi ekki lækkað eins mikið og tollabreytingar þær sem samþykktar hafa verið á þingi gæfu einar og sér til kynna.

Annar þáttur sem launaþróunin hefur áhrif á eru áhrif af styrkingu krónunnar, en hún hefur styrkst um 18% á síðustu 24 mánuðum og 12% á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefur launavísitala Hagstofunnar hækkað um 10,4%.

Lækkuði um 1,54% með virðisaukaskatti

„Þegar rýnt er betur í tölurnar um verðþróun á innfluttum mat- og drykkjarvörum frá október 2014 til október 2016, með og án vsk, kemur á daginn að innflutt mat- og drykkjavara lækkaði um 5,1% án vsk samanborið við 1,54% lækkun með vsk. Hér er rétt að benda á að vsk breyttist úr 7% í 11% 1. janúar 20151,“ segir í umfjöllun samtakanna.

„Síðustu áramót voru tollar felldir niður af fatnaði og skóm. Hlutfall þeirra vara sem voru tolllagðar fyrir breytinguna var 64%. Að öðru óbreyttu ætti sú framkvæmd að leiða af sér töluverða kostnaðarlækkun fyrir innflytjendur.“

Segja þeir að þar sem þessar vörur hafi áður borið 15% toll, ætti niðurfellingin, að öðru óbreyttu að skila 8% verðlækkun þessara vöruflokka. En frá október 2014 fram í október 2016 hafi verð lækkað um 6,55% að meðaltali meðan reiknaða vísitalan hafi gert ráð fyrir 6,91% lækkun, sem þeir segja að hljóti að teljast innan skekkjumarka.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim