WOW air hóf í dag hóf áætlunarflug til Montréal og 11. maí mun félagið fljúga fyrsta flug sitt til Toronto. Flogið verður allan ársins hring til þessara kanadísku borga.

Í tilkynningu frá félaginu segir að vegna mikillar eftirspurnar var tíðni til bæði Montréal og Toronto aukin og jómfrúarflugum flýtt um viku til beggja áfangastaða. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að fljúga fjórum sinnum í viku til Montréal en nú verður flogið fimm sinnum í viku. Flogið verður til Toronto sex sinnum í viku en upphafleg áætlun var fjögur flug á viku.

Montréal er önnur stærsta borg Kanada á eftir Toronto og níunda stærsta borg Norður-Ameríku.