*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 3. mars 2017 08:16

Hefja kvöld- og næturakstur

Samþykktin felur í sér að Strætó aki til klukkan eitt frá og með ágúst næstkomandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Strætó hefur nú kvöld- og næturakstur. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að auka þjónustu strætó á kvöldin og tekinn verður upp akstur á nóttunni um helgar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Samþykktin felur í sér að strætó aki til klukkan eitt frá og með ágúst næstkomandi. Strætisvagnar hætta almennt akstri á bilinu hálf tólf til hálf eitt virka daga og hentar það fólki í vaktavinnu og fólk sem sækir skemmtanir til miðnættis illa. Einnig kemur fram í Morgunblaðinu að borginni hafði borist beiðni frá Landspítalanum að Strætó æki lengur á kvöldin.

Áætlaður kostnaður við aðgerðina er 120 til 130 milljónir aukalega sem er 2% aukning á rekstrarkostnaði fyrirtækisins.