Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti í dag um áform bankans um umfangsmikil skuldabréfakaup til að örva evrópskt efnahagslíf. Bankinn mun verja 60 milljörðum evra í skuldabréfakaup mánaðarlega þar til í septembermánuði á næsta ári og mun því heildarupphæðin nema um 1.200 milljörðum evra.

Á fundinum tilkynnti hann einnig um óbreytta stýrivexti bankans í 0,05 prósentustigum og millibankavexti um 0,2 prósentustig. Skuldabréfakaupin flokkast undir það sem kallast magnbundnar aðgerðir (e. quantative easing). Draghi sagði aðgerðirnar til þess fallnar að styðja við bættan efnahag Evrópu og að þær myndu endast þar til teikn yrðu á lofti um viðvarandi verðbólgu á Evrusvæðinu.

Spá meiri hagvexti

Seðlabankinn uppfærði í kjölfarið hagvaxtarspá sína til að taka tillit til magnaðgerðanna. Nú er þess vænst að hagvöxtur í Evrópu verði 1,5% í ár, 1,9% árið 2016 og 2,1% árið 2017. Sambærilegar spár í desember voru 1% hagvöxtur á þessu ári og 1,5% hagvöxt bæði árið 2016 og árið 2017.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .

Hér er hægt að lesa ræðu Draghi á fundinum.