*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 30. maí 2018 19:14

Hefja meirihlutaviðræður í Reykjavík

Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar hyggjast kynna samstarfssáttmála fyrir 19. júní.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hyggjast hefja formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun. Oddvitar flokkanna hafa rætt saman á óformlega að undanförnu.

Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. Markmiðið er að samstarfssáttmáli nýs meirihluta liggi fyrir í góðum tíma fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýrrar borgarstjórnar þann 19. Júní.

Trúnaður mun ríkja um viðræðurnar en niðurstöður þeirra verða kynntar þegar þær liggja fyrir að því er kemur fram í tilkynningu.

Flokkarnir fengu 12 af 23 fulltrúa kjörna í borgarstjórn. Samfylkingin fékk sjö fulltrúa, Viðreisn og Píratar tvo og Vinstri græn einn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim