*

föstudagur, 16. nóvember 2018
Erlent 18. desember 2017 12:50

Hefja rannsókn á Ikea

Evrópusambandið ætlar að rannsaka skattgreiðslur Ikea, sem gæti verið gert að greiða hundruð milljóna evra.

Ritstjórn
epa

Sænski húsgagnasalinn Ikea gæti verið gert að greiða hundruð milljóna evra vegna ógreiddra skatta eftir að Evrópusambandið ákvað að hefja rannsókn á skattgreiðslum félagsins í Hollandi að því er kemur fram á vef Wall Street Journal.

Rannsóknin er hluti af stefnu ESB um að kreista aukið skattfé út úr stórum alþjóðlegum fyrirtækjum með starfsemi í Evrópu. Miðið er sérstaklega sett á stórfyrirtæki sem hafa gert sérstaka samninga við ríki sem vijla draga þau til landsins.

„Ríki sambandsins geta ekki látið handvalin fyrirtæki borga minni skatta með því að leyfa þeim að færa hagnað annað,“ hefur Wall Street Journal eftir Margrethe Vestager, forstöðumanni samkeppnismála hjá ESB. „Við munum nú rannsaka vandlega skattalega meðferð Hollands á Inter Ikea.“