Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hittast nú klukkan ellefu í Fjármálaráðuneytinu og hefja gerð stjórnarsáttmála. Þetta kemur fram á Mbl.is .

Eins og áður hefur verið greint frá er Bjarni Benediktsson, bjartsýnn á að stjórnarmyndunarviðræðurnar komi til með að ganga vel. Í gær var einnig fjallað um það að Evrópumálin og þá sér í lagi þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu væri helsta deilumálið í viðræðunum. Þó kom einnig skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki skuldbinda sig fyrirfram hvað þau mál varðar.

Í Morgunblaðinu er einnig greint frá því að það gæti takmarkaðrar bjartsýni fyrir því að viðræðurnar takist, samkvæmt heimildum blaðsins — þrátt fyrir að stór hluti telja þær þess virði.