Fyrrum yfirhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Ken Rogoff, telur að stöðnun hagkerfis Kínverja sé mesta hættan sem steðji að alþjóðahagkerfinu. Rogoff sem er nú prófessor í hagfræði við Harvard háskóla segir að ef Kína „lendir illa“ þá gæti það haft gífurleg áhrif á önnur stór hagkerfi heimsins. Þetta kemur fram í viðtali við Rogoff á vef BBC.

Hann telur meðal annars að Kína sé að fara í gegnum pólitíska umbreytingu og að hagkerfið í Kína eigi eftir að staðna talsvert meira en að kemur fram í opinberum tölum. Rogoff bendir á að stór hluti af hagvexti Kínverja er knúinn áfram að skuldsetningu, sem að gengi ekki til lengri tíma.