*

mánudagur, 28. maí 2018
Erlent 17. febrúar 2017 09:12

Hefur áhyggjur af olíusjóðnum

Seðlabankastjóri Noregs hefur áhyggjur af því að hve miklu leyti sé seilst í olíusjóð Norðmanna. Hann varar við að illa gæti farið ef þróunin heldur áfram.

Ritstjórn
Erna Solberg, forsætisráðherra og Siv Jensen, fjármálaráðherra, hitta Oysten Olsen seðlabankastjóra Noregs.

Oystein Olsen, seðlabankastjóri Noregs, hefur áhyggjur af því að hve miklu leyti hefur verið seilst í olíusjóð Norðmanna upp á síðkastið. Hann sagði að ef að hlutirnir haldi áfram á sömu leið, gæti sjóðurinn minnkað um 50 prósentustig á næstu tíu árum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Eins og sakir standa þá er olíusjóðurinn um 20% af fjárlögum og 8% af vergri landsframleiðslu í Noregi. Olsen sagði á fundi í Noregi að fjármagnið í sjóðnum gæti lækkað hratt ef að hart yrði í ári í alþjóðahagkerfinu. Sjóðurinn stendur í um 900 milljörðum dollara.

Norðmenn hafa aldrei seilst eins mikið í olíusjóðinn eins og í fyrra og er talið að notkun á sjóðnum jókst um 25 prósentustig milli ára.

Viðskiptablaðið hefur áður gert notkun á fé olíusjóðsins að umfjöllunarefni sínu. Þar er tekið fram að samkvæmt mati norsku hagstofunnar stefnir hægristjórn forsætisráðherrans Ernu Solberg og fjármálaráðherrans Siv Jensen að því að leggja fram fjárlög sem sjá fyrir notkun á um 28,18 milljörðum dala, eða 225 milljörðum norskra króna, úr sjóðnum á næsta ári. Nemur það um 3.200 milljörðum íslenskra króna.