*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 16. september 2014 20:00

Hefur áhyggjur af stuttum fyrirvara

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir mikilvægt að ná jafnvægi í streymi ferðamanna yfir árið.

Ritstjórn
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Haraldur Guðjónsson

Mikil umræða hefur verið um hver þolmörk landsins eru fyrir fjölgun ferðamanna. Að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, er mikilvægast að hugsa til þess að ná jafnvægi í streymi ferðamanna yfir árið og í kringum landið til að starfsemin geti alls staðar skilað góðri arðsemi til langs tíma.

„Hvað varðar þolmörkin þá erum við ekki komin að þeim í fjölda ferðamanna. Hins vegar eru einstakir staðir á einstökum tímum ansi fjölmennir, en það á að líta á þá þróun sem tækifæri en ekki vandamál. Það eru tækifæri í að finna nýja segla fyrir ferðamenn, að búa til nýjar vörur. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulag og almennilega stefnumörkun sem stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að leiða í samvinnu við aðra,“ segir Helga.

Fjárlög næsta árs voru kynnt í fyrradag og er með þeim gert ráð fyrir töluverðum breytingum á lögum um virðisaukaskatt. Að sögn Helgu hafa SAF lengi talað fyrir því að einfalda regluverkið á íslenskri ferðaþjónustu og þar með talið virðisaukaskattinn.

„Við erum að skoða þetta núna gaumgæfilega en það sem slær mann strax er að ferðaþjónustan er að selja sínar vörur langt fram í tímann þannig að það er áhyggjuefni hversu fljótt breytingarnar myndu taka gildi. En við þurfum að skoða þetta nánar,“ segir Helga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim