Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur áhyggjur af því að Bandaríkin vilji hefja verslunarstríð við Evrópu, sem mundi orsaka viðbrögð frá Evrópuríkjum. Þetta kom fram í viðtali við Gabriel á þýskri útvarpsstöð í morgun. Um þetta er fjallað í frétt CNN Money .

Utanríkisráðherrann telur að slík þróun myndi vera skaðlegt fyrir Evrópu en einnig skaðlegt fyrir Bandaríkin. Hann fór ekki út í smáatriði í viðtalinu, en hann lét ummælin falla stuttu fyrir fund Angelu Merkel og Donald Trump. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gagnrýnt Trump harðlega fyrir afstöðu hans í fríverslunarmálum.

Í viðtali við Die Zeit sem birtist á miðvikudaginn var sagði Merkel að Þjóðverjar vilja leita af samstarfi sem að allir geta hagnast á. En hins vegar sæju bandarísk stjórnvöld hnattvæðinguna sem ferli þar sem sumir aðilar stæðu uppi sem sigurvegarar á meðan aðrir tapa á ferlinu.