Talsmaður á vegum stjórnvalda í Rússlandi hafnar því alfarið að Vladimir Putin forseti  landsins hafi tengsl við íslenska fjárfestingafélagið FL Group. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn blaðamannsins Timothy L. O'Brien. Bloomberg birti fyrr í dag grein eftir O'Brein þar sem fjallað er um hvort viðskipti FL Group, Bayrock Group og Donald Trump á árinu 2007. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort málið verði hluti af rannsókn á tengslum Rússa við forsetakjör Trump. Fréttastofa Rúv fjallar ítarlega um málið.

Í greininni á Bloomberg, styðst O'Brien meðal annars við viðtöl og málsókn gegn Jody Kriss fyrrverandi starfsmanns Bayrock. Segir Kriss að Bayrock hafi stundað peningaþvætti og skattsvik. Þar að auki hafi fyrirtækið svikið hann um milljónir dollara. O'Brien vitnar til dómsskjala þar sem Kriss segir að ónefnt íslenskt fyrirtæki hafi sett sig í samband við sig. Þetta ónefnda fyrirtæki var í samkeppni við FL Group og óskaði það eftir því að fjárfesta í Bayrock.

Þegar yfirmenn Bayrock heyrðu af fyrirspurn íslenska fyrirtækisins tjáðu þeir Kriss að peningarnir sem væru á bak við íslensku bankanna væru að mestu leyti rússneskir og að FL Group yrði að fjármagna þau viðskipti voru gerð með Donald Trump. Ástæðan var sú að FL Group átti að vera nær Putin. Segir Kriss í greininni að hann hafi haldið að þetta væri lygi eða grín þegar nafn Pútins bar á góma.

Ónefnda fyrirtækið var Novator. Í frétt Rúv kemur fram að talsmaður Novator hafi greint frá því að þessi frásögn væri röng. Bayrock hefði sett sig í samband við Novator en þeir hafi ekki haft áhuga.

O'Brien tekur það skýrt í greininni að Kriss hafi enginn gögn sem geti sýnt fram á fjárhagsleg tengsl Putin við FL Group.