*

föstudagur, 16. nóvember 2018
Innlent 4. ágúst 2018 22:10

Heiða svarar minnihlutanum og formanni VR

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar hefur svarað fyrir yfirlýsingu minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og formanns VR.

Ritstjórn
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar
Aðsend mynd

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar hefur svarað fyrir yfirlýsingu minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og formanns VR. Hún hafnar yfirlýsingu þeirra og bendir máli sínu til stuðnings á umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar frá 16. júlí 2018.

Facebook-yfirlýsingu Heiðu ásamt tengil á umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar má finna hér og að neðan.

Í tilefni af yfirlýsingu minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er rétt að fram komi, eins og skýrt kom einnig fram í Vikulokunum í morgun:

1. Reykjavíkurborg hefur úthlutað lóðum og greitt stofnframlög með yfir 1000 íbúðum óhagðaradrifinna húsnæðisfélaga. Meðal annars til Bjargs, byggingarfélags launafólks. Að halda öðru fram stangast á við staðreyndir eins og sjá má í meðfylgjandi umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og á meðfylgjandi mynd.

2. Það er beinlínis rangt að byggingarréttargjald standi í vegi fyrir byggingu félagslegs húsnæðis eins og fram kemur einnig í meðfylgjandi umsögn frjármálastjóra Reykjavíkur. Staðreyndin er sú að ekkert sveitarfélag í landinu stendur eins myndarlega að uppbyggingu félagslegs húsnæðis og húsnæðis í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og husnæðisfelög sem ekki eru rekin i hagnðarskyni, og Reykjavík gerir. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgasvæðinu kæmu að þessu málum með jafn öflugum hætti og Reykjavík væri hér enginn húsnæðisvandi.

Ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er því vísað til föðurhúsanna í einu og öllu.

https://fundur.reykjavik.is/.../umsogn_byggingarrettargjald.p...