*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 17. mars 2017 08:50

Heiðar endurkjörinn stjórnarformaður

Heiðar Guðjónsson var endurkjörinn stjórnarformaður Fjarskipta (Vodafone) á aðalfundi félagsins. Varaformaður stjórnar er Hildur Dungal.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heiðar Guðjónsson fjárfestir var endurkjörinn stjórnarformaður Fjarskipta hf. (Vodafone). Varaformaður stjórnar er Hildur Dungal. Samkvæmt hluthafaskráningu Fjarskipta (Vodafone) er félagið Ursus ehf. sem er í eigu Heiðars fjórði stærsti eigandi í félaginu með 17,4 milljón hluti eða 6,4% eignarhlut. Hann er því stærsti einkafjárfestirinn í Vodafone.

Á aðalfundinum lagði stjórn félagsins til að ekki yrði greiddur út arður til hluthafa vegna rekstrarársins 2016, en vísaði að öðru leyti til ársreiknings hvað varðar ráðstöðfun hagnaðar ársins og breytingu á eigin fé.

Nýverið var tilkynnt um undirritun samnings milli Fjarskipta og 365 um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að Fréttablaðinu undanskildu. Kaupverðið er á bilinu 3,1 til 3,3 milljarðar. Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að félögin tvö gætu þurft að bíða í einhverja mánuði eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins á kaupunum.

Ef að kaupin ganga í gegn mun Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri og stjórnarformaður 365 miðla, verða þriðji stærsti hluthafinn í Vodafone og mun eiga 8,1% eignarhlut. Í dag er stærsti hluthafi Fjarskipta Gildi - lífeyrissjóður með 13,25% eignarhlut og sá næst stærsti Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 11,82% eignarhlut.

Sjálfkjörið var í aðal- og varastjórn félagsins. Aðalstjórn Fjarskipta (Vodafone) skipa nú:

  • Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Samskipum hf.
  • Heiðar Guðjónsson, stjórnarmaður Vodafone og fjárfestir.
  • Hildur Dungal, varaformaður stjórnar Vodafone og lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu.
  • Hjörleifur Pálsson, óháður stjórnarmaður.
  • Yngvi Halldórsson, Össuri. 
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim